Fastur fyrir !

eyjar.net; Leikmannakynning ÍBV í körfubolta

se2f51f975a8115e1e93973f8417811906_baldvingir Baldvin Johnsen leikmaður ÍBV í körfubola

Í dag birtum við leikmannakynningu úr körfuboltanum en sá sem gefur lesendum eyjar.net upplýsingar um sjálfan sig er Baldvin Johansen. Baldvin er einn leikreyndasti leikmaður ÍBV í körfubolta.

Fullt nafn: 
Baldvin Johnsen

Fæðingarár -og staður: 
11. nóvember 1976, Reykjavík.

Fjölskylduhagir & foreldrar:
Giftur Aldísi Gunnarsdóttur eyjamær og saman eigum við tvö yndisleg börn, Draupni Dan 4 ára og Karítas Ósk 3 mánaða. Foreldrar mínir eru Guðfinnur Johnsen (sonur Árna Johnsen og Olgu Karlsdóttur) og Dýrfinna Baldvinsdóttir ættuð frá Melrakkasléttu og Kelduhverfi norður í landi.

Búseta:
Ég bý í fögrum fjallasal á suðurhafseyjunni Heimaey.

Áhugamál:
Fjöskylda og vinir, lundaveiði og úteyjalíf, íþróttir og heilsurækt, útivist, vinnan, stjórnmál og svo auðvitað heimsfriður.

Staða á vellinum:
Aðalmaðurinn hverju sinni...(hehe)

Hæð:
203

Ferill:
Ég hóf ferilinn hjá Haukum í Hafnarfirði undir leiðsögn Ólafs Rafnssonar núverandi forseta ÍSÍ. Ólst upp í körfunni hjá Haukum og naut þess að hafa marga frábæra þjálfara á ferlinum eins og til að mynda Ingvar Jónsson sem hefur verið nefndur faðir körfuboltans í Hafnarfirði, John Rhodes þjálfaði mig á unglingsárunum og kenndi mér margt um lífið innan sem utan vallar. Einar Einarsson bróðir Bjössa, þjálfarans okkar hjá ÍBV, þjálfaði mig líka um skeið hjá Haukunum og lærði ég margt af honum. Auk þessa tók ég þátt í gríðarlega skemmtilegu ævintýri með drengja- og unglingalandsliðum Íslands þar sem Axel Nikulásson keflvíkingur/KR ingur þjálfaði og stýrði okkur til góðs árangurs. Undir lok ferilsins í úrvalsdeild spilaði ég nokkra leiki með Val og síðan reyndi ég aðeins fyrir mér hjá Ármanni-Þrótt í 1. deildinni áður en ég kom til Eyja.

Markmið í lífinu:
Að njóta lífsins með konunni minni og fylgjast með börnunum mínum blómstra.

Mottó:       
Dansaðu eins og enginn sé að horfa!!! 
                       
Minnistæðasti leikur:
Sigur á úrvalsdeildarliði Keflavíkur á þeirra heimavelli. Við spiluðum fyrir troðfullu húsi í Keflavík með tilheyrandi stemmningu og látum og stálum sigrinum á síðustu sekúndunni....það var með ljúfari sigrum á ferlinum ...annar minnisstæður leikur var þegar við spiluðum við KR í KR-heimilinu. Þetta var fyrsta árið sem ég spilaði í úrvalsdeildinni undir stjórn Ingvars Jónssonar. Leikurinn var æsispennandi og mikið tekist á og undir lok leiksins dæmdi dómarinn fimmtu villuna á kanann okkar John Rhodes. Ég var settur inná og man að ég var að drepast úr stressi, þetta voru örugglega ekki nema 1-2 mínútur sem voru eftir af leiknum þegar ég kom inná og allt í járnum...á síðstu sekúndunni fékk ég boltann undir körfunni og þurfti bara að setja eitt sniðskot ofan í körfuna og einhvern vegin tókst mér að koma boltanum í hringinn....við unnum leikinn með einu stigi og mér var fagnað ógurlega fyrir vikið og kaninn okkar John Rhodes bauð mér út að borða á Pizza 67 eftir leikinn....þetta er nú sennilega minnisstæðasta karfan sem ég hef gert á ferlinum.

Erfiðasti andstæðingurinn:
Körfubolti er oft sagður vera leikur án snertinga en ég hef aldrei almennilega getað skilið þá fullyrðingu því mín reynsla er einmitt þveröfug...það er kannski af því ég spila stöðu miðherja sem er alltaf í harkinu inni í teignum...þar hef ég háð marga hildina við ýmsa góða menn og þrátt fyrir harkaleg átök á báða bóga þá hefur nú yfirleitt verið gengið af velli með vinskap eða að minnsta kosti án illinda. Albert Óskarsson miðherji/framherji hjá Keflavík var alltaf  erfiður viðureignar, Alexander Ermolinski sem spilaði lengi með Skallagrími var líka ansi seigur, auk þess að vera risastór þá var hann baneitraður utan við 3ja stiga línuna og mátti aldrei missa sjónar af honum. Fleiri kæmu vel til greina í þessu hlutverki, Ari Gunnarsson Skallagrími, Bjarni Magnússon ÍA/UMFG, Páll Kristinsson UMFN og svo framvegis.

Hver er grófastur í liðinu:
Ætli við Bjössi séum ekki grófastir...ég hef reyndar alltaf frekar vilja líta á mig sem fastan fyrir heldur en að vera eitthvað grófur leikmaður, það hljómar einhvern vegin betur.

Besti körfuknattleiksmaður fyrr og síðar:
Earwin Magic Johnson (LA Lakers), Larry Bird (Boston) og Michael Jordan (Chicago Bulls)....mestu snillingar allra tíma í körfunni...engin spurning.

Besti körfuknattleiksmaður sem Ísland hefur alið af sér:
Jón Arnór Stefánsson hefur klárlega náð lengst af  okkar körfuboltamönnum en Frikki Stefáns eyjapeyji er líka alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér enda hefur hann náð gríðarlegum góðum árangri í körfunni hér heima á Íslandi og er okkur eyjamönnum til sóma.

Uppáhaldslið:
ÍBV er auðvitað í uppáhaldi og svo slær Haukahjartað alltaf í takt.

Er framtíðin björt í körfuboltanum í vetur:
Framtíð körfuboltans í Eyjum er mjög björt um þessar mundir og við erum með marga mjög öfluga einstaklinga í yngri flokkum félagsins. Þeir sem mættu á leikinn við Keflavík um daginn sáu það mjög vel að yngri leikmenn liðsins eru að verða klárir í meistaraflokks bolta þrátt fyrir ungan aldur. Tveir leikmenn 10. flokks voru valdir í landsliðsúrval í sínum aldursflokk í vikunni, þeir Kristján Tómasson og Ólafur Sigurðsson. Þar fara tveir mjög efnilegir strákar í elsta flokknum. Þar fyrir utan eru yngstu leikmenn félagsins gríðarlega öflugir og spila í A-riðli í vetur sem þýðir að þeir eru meðal 5 bestu liða landsins í sínum aldursflokki í dag. Já framtíðin er björt fyrir körfuboltann í vetur og ég verð ílla svikinn ef við verðum ekki í baráttu um íslandsmeistaratitil í einhverjum af yngri flokkunum.

Hvernig líst þér á liðið í vetur:
Mér líst mjög vel á liðið okkar í vetur, margir öflugir leikmenn og nú síðast bættist í hópinn Sigurjón Örn sem kom frá Stjörnunni og styrkir hann liðið gríðarlega enda búinn að vera að spila í úrvalsdeildinni í vetur. Ef allir haldast heilir í vetur þá eigum við að geta gert góða hluti hér í vetur.

Í hvaða sæti mun ÍBV enda í vetur ?
Ég er stórhuga að eðlisfari og ætla ÍBV ekki minna hlutskipti heldur en að sigra sinn riðil í 2. deildinni og keppa til úrslita í 2 deildinni í vor. Ef guð og lukkan lofar tekst okkur að fara upp um eina deild og þá erum við farin að tala saman. Opinbert markmið okkar er að spila í úrvalsdeild eftir 3-5 ár þannig að við höfum þetta ár og næsta til að koma okkur upp úr 2. deildinni.

Áfram ÍBV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

IBV KARFA

Höfundur

ÍBV KARFA ..
ÍBV KARFA ..

http://ibv.is/

 http://ibvkarfa.net

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IBV
  • ...0497_494056
  • IMG_0497
  • 10.flokkur
  • Flottir

Nýjustu myndböndin

Hverjir eru bestir...?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 626

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband