Færsluflokkur: Íþróttir

9.flokkur hélt sæti sínu í A riðli.

1190662563 Strákarnir í 9.flokki unnu báða leikina sína í dag, og héldu þar með sæti sínu í efsta riðli.  Eftir að hafa tapað í gær fyrir Keflavík og Breiðablik, sem menn álitu vera sterkustu liðin í þessum aldursflokki, vissu menn ekki  alveg við hverju var að búast í dag. Í  leikjunum  á móti Keflavík og  Breiðablik voru þeir að spila ágætlega og voru yfir  lengi vel, en náðu ekki að innbyrða sigra.  Það var mikill stígandi í leik liðsins, allan tímann. Menn sýndu mikla og góða samstöðu  og náðu svo að sigra  í dag Skallagrím og Njarðvík. 

 Þegar þeir fóru upp í A riðil fengu þeir að heyra það að þeir ættu ekki mikinn séns í þessum riðli og færu beint niður aftur.   Það var  ekki aldeilis raunin, því þeir spiluðu feikivel og sýndu og sönnuðu að þeir áttu fullt erindi í A riðil.  Það er mikil hefð fyrir körfubolta á Suðurnesjunum, og fékk liðið okkar hrós frá áhorfendum m.a. með þeim orðum að þetta væri flott lið.   Frábært og til hamingju með 07deef17cfe5151f661645903c246219_9.flokkur_korfuboltiþetta.

Úrslit leikjanna:

ÍBV-Keflavík 34-59

ÍBV-Breiðablik 47-62

ÍBV-Skallagrímur 59-54

ÍBV-Njarðvík 48-41

Stigaskor: Alexander 51, Hlynur 45, Blómi (Jóh.Rafn) 40, Tómas Orri 19, Elvar 19, Daði 14.   Áfram ÍBV.


Stórliðið kemur til Eyja......

eyjafrettir.is: Bikarkeppni KKÍ

ÍBV tekur á móti efsta liði úrvalsdeildarinnar 25. nóvember
 
 
ÍBV tekur á móti efsta liði úrvalsdeildarinnar 25. nóvember 
Björn Einarsson, þjálfari ÍBV á ferðinni í leik liðsins
 

Þær fréttir voru að berast að B-lið Hamars hefur gefið leikinn sem átti að fara fram á sunnudaginn í forkeppni bikarkeppni KKÍ.  Það þýðir að ÍBV mun taka á móti besta liði Íslands í dag í körfubolta, Keflavík en Keflvíkingar eru í efsta sæti úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.  Leikurinn er mikill hvalreki fyrir hinu ört vaxandi íþrótt í Vestmannaeyjum enda leika með Keflavík fjórir landsliðsmenn og þrír erlendir leikmenn auk þess sem Sigurður Ingimundarson, þjálfari liðsins er jafnframt landsliðsþjálfari.

Hamarsmenn eru reyndar ekki eina liðið sem gefur leik sinn gegn ÍBV því Glói hefur gert slíkt hið sama en liðin áttu að mætast í kvöld í Eyjum.  ÍBV átti því að leika tvo leiki í Vestmannaeyjum um helgina en endar með því að leika engan

Björn Einarsson, þjálfari ÍBV var í viðtali hér á Eyjafréttum þegar í ljós kom að ÍBV ætti möguleika á að leika gegn Keflavík.  Viðtalið má lesa hér að neðan.

Draumur að mæta Keflavík
Keflavík er án efa eitt sigursælasta lið körfuboltans á Íslandi og sannarlega hvalreki fyrir hið ört stækkandi körfuboltafélag ÍBV að fá þá í heimsókn. Björn Einarsson, þjálfari ÍBV var þó með fæturna á jörðinni og sagði að fyrst þyrfti að vinna Hamar.

„Það er draumurinn að taka á móti Keflavík og í raun það sem ég óskaði eftir. Ég hefði reyndar viljað mæta þeim seinna í keppninni, í 16 eða 8 liða úrslitum en maður þarf víst einhverntímann að vinna þessi lið," sagði Björn og hló en sjálfur lék hann með Keflvíkingum upp alla yngri flokkana enda fæddur og uppalinn í bítlabænum.

„Það eru þarna nokkrir strákar sem ég kannast við úr yngri flokkunum en helst eru það Maggi Gunnars og Jón Norðdal sem eru báðir landsliðsmenn í dag. En áður en við förum að hugsa út í það að spila gegn Keflavík þá þurfum við að vinna B-lið Hamars. Ég er á þeirri skoðun að ef við erum með fullmannað lið þá eigum við að vinna Hvergerðinga."

Bræðrabylta í 32ja liða úrslitum?
En ef svo fer og þið takið á móti Keflavík, hverjar eru sigurlíkurnar?
„Við getum orðað það þannig að á pappírnum eru þær 2% en í mínum huga 50%. Það sjá það auðvitað allir að þetta er stórlið sem við myndum þá spila gegn, með fjóra eða fimm landsliðsmenn, landsliðþjálfarann og þrjá erlenda leikmenn. En þetta eru fimm á móti fimm og við auðvitað höfum bara gaman af þessu og gerum okkar besta ef af þessu verður," sagði Björn en svo skemmtilega vill til að bróðir hans, Einar Einarsson er aðstoðarþjálfari Keflavíkur. Það gæti því farið svo að bræður muni berjast í 32ja liða úrslitum bikarkeppni KKÍ.

Þegar blaðamaður hafði samband við Björn var hann reyndar staddur í Keflavík og því var hann spurður um það hvort hann væri að njósna? „Ja, ég er reyndar að fara á stórleik Keflavíkur og KR hér í Keflavík í kvöld. Eigum við ekki bara að segja að ég taki bókina með mér og punkti niður helstu veikleika Keflvíkinga," sagði Björn að lokum.

 


Erfitt verkefni en verðugt.

9.flokkur: A riðill í Njarðvík næstu helgi  

Strákarnir í 9.flokki s.s. 1993 árgangurinn eru að fara keppa i Njarðvík um helgina og er þetta í fyrsta sinn sem þeir spila í A riðli. Hlakkar mönnum mikið til og verður án efa forvitnilegt að sjá hvernig þeir standa sig á móti bestu liðunum á landinu í þessum aldursflokki. Blikarnir eru mjög sterkir og einnig Keflavík sem voru Íslandsmeistarar í fyrra. Eru reyndar öll liðin frekar sterk og þurfa okkar menn að taka á því, spila hörku vörn og vanda sig um helgina til að halda sér á meðal 5 bestu á landinu.

Mynd: Mikið mun mæða á hinum efnilega Hlyn Andréssyni. 

Leikir ÍBV í íþróttahúsi Njarðvíkur um helgina: 

Lau. 17.nóv.2007   13.30    ÍBV - Keflavík

Lau. 17.nóv.2007   16.00    ÍBV- Breiðablik

Sun. 18.nóv.2007   10.15    ÍBV - Skallagrímur

Sun. 18.nóv.2007   12.45    ÍBV - Njarðvík


Vantaði herslumuninn...

Æsispennandi leikur 10.flokks á móti Tindastóli var járnum allan tímann og  skiptust liðin á að hafa forystu, auk þess sem oft var jafnt.  Að lokum náði ÍBV að sigra leikinn með einu stigi 45-44.  Næsti leikur var við Þór Akureyri og hafði ÍBV sigur þar 69-55.  Sigur náðist á móti KFÍ en leikurinn á móti  Breiðablik tapaðist og þar með 3 sigrar og eitt tap þess helgina.  Þetta verður að teljast viðunandi árangur þótt menn hafi vissulega ætlað sér sigur í öllum fjórum leikjunum.   Nú hlýtur takmarkið að vera að bæta sig enn betur í næstu umferð.

 


Stóra spurningin þessa helgina er........

Tekst  10. flokki  að feta í fótspor  9.flokks og  MB11  að  komast í efsta riðil  ??

 Takist það,  verðum við kátir.  En þetta eru allt hörku lið í þessum riðli og menn verða  að spila eins og englar eigi þetta að verða að veruleika.  Við sendum 10.flokki baráttukveðjur  og nú er ekkert elsku mamma...

10.flokkur mun keppa 4 hörku leiki í Kópavogi um helgina og er þetta B riðillinn sem fyrr. Er núna komið að því að vinna þennan riðil þar sem við höfum þrisvar sinnum verið mjög nálægt því! Hafa peyjarnir verið að æfa vel, tekið hörku morgunæfingar frá 06:10 - 07:30 og markmiðið er skýrt og kemur ekkert annað til greina um helgina en að vinna alla 4 leikina! 

Mynd: Strákarnir ferskir eftir góða morgunæfingu. 

Leikjaprógram okkar er hér að neðan:

Lau 10.nóv       14:15   ÍBV - Tindastóll

Lau 10.nóv       18:00   ÍBV - Þór Ak.
 

Sun 11.nóv       11:30   ÍBV - KFÍ

Sun 11.nóv       14:00   ÍBV - Breiðablik b

Áfram ÍBV.


Öflugir leikmenn á leið til Eyja ?

Er  ævintýri í uppsiglingu   í Eyjum ?

 

Dregið var í bikarkeppni karla í körfuknattleik í dag og drógust ÍBV-arar á mót toppliði Keflavíkur, en þá verða þeir fyrst að vinna Hamar B í forkeppni fyrir 32 liða úrslit, sem er auðvitað verðugt verkefni.

Nú er það undir Birni Einarssyni og leikmönnum hans komið, hvort Vestmannaeyingar fá að berja þetta  stórlið augum sem er skipað mörgum öflugum leikmönnum.  

Forkeppni:
ÍBV - Hamar-B
Leikið er 17.-18. nóvember.

32-liða úrslitin:
ÍBV/Hamar-B - Keflavík
                              


8.flokkur heldur sínu striki

 8.flokkur gerði ágæta ferð  um helgina. Erum við á góðum stað eins og síðast í b riðli. Unnu þau 2 leiki en töpuðu 2. Eini möguleikinn fyrir þennan flokk til að komast í A riðil einhvern daginn er ósköp einfalt að mati þjálfarans en það er að æfa betur. Á meðan aðrir flokkar eru að mæta mjög vel á allar æfingar að þá er 8.flokkurinn ekki búinn að vera nærri eins duglegur eins og t.d.Minnibolti yngri + eldri og 10.flokkur en þessir flokkar æfa mjög vel enda er árangurinn líka eftir því.

Þrátt fyir þetta erum við samt sem áður í fínum málum í b riðli sem er bara nokkuð gott. Unnum Blikana og Hauka og var Blikaleikurinn mjög jafn og spennandi og var mikil dramatík í lokin. ÍR og Grindavík voru í sérflokki enda með hávaxna peyja innanborðs og voru þeir leikir erfiðir en ef leikmenn hefðu vandað sig betur í sendingum og skotvali og með smá heppni hefði allt getað gerst. Stóðu allir sig misvel í leikjunum en sá sem var hvað mest áberandi um helgina og þá sérstaklega í sóknarleiknum var Tómas Orri Tómasson. Árni Óðinsson barðist eins og ljón, reif mörg fráköst af andstæðingnum og setti Árni sterki líka persónulegt stigamet. Jón Friðjónsson var duglegur og skoraði nokkrar fallegar körfur og einnig spilaði Jóhann Ingi Norðfjörð hörku vörn alla helgina og gafst aldrei upp. Jón Þór Guðjónsson bjargaði okkur í leiknum á móti Breiðablik þegar hann varði skot undir körfunni í blálokin sem tryggði okkur sætan sigur. Náðu allir að skora um helgina og er það mjög jákvætt.                                            

                                             Mynd: Tómas Orri stóð sig ágætlega um helgina.

ÍBV - Breiðablik 38-37
ÍBV - Grindavík 40-47
ÍBV - ÍR 17-35
ÍBV - Haukar 31-27

 Stigaskor ÍBV:

Tómas Orri 46                                                                                 
Árni 16
Gísli Rúnar 15
Nonni 11
Sindri Freyr 10
Halldór Páll 8
Jóhann Ingi 6
Jón Þór 6
Jón Viðar 4
Sigrún 2
Sigurður Grétar 2

 Glitnir

 


8.flokkur í Seljaskóla um helgina

8.flokkur er að fara keppa í Seljaskóla í Breiðholtinu. Erum við í b riðli sem fyrr og er stefnan að halda sér þar áfram. Verður fróðlegt að fylgjast með þessum hóp um helgina en þau eru staðráðin í að gera sitt besta og ná góðum úrslitum.

Mynd: Doddi ætlar að taka fráköstin um helgina.

Leikjaplanið  um helgina : 

Lau. 3.nóv.2007   14.00     ÍBV - Breiðablik 

Lau. 3.nóv.2007   16.00     ÍBV - UMFG

Sun. 4.nóv.2007   10.00     ÍBV - ÍR 

Sun. 4.nóv.2007   12.00     ÍBV - Haukar

Tækifæri fyrir ættingja og vini á höfuðborgarsvæðinu að berja þennan flokk augum  í leik......       Áfram ÍBV 


toyotaaislandiÁ bekknum
 





Minniboltapeyjarnir fóru upp í A-riðil.

Peyjarnir í minnibolta eldri stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A - riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í dag voru eftirfarandi:
 
ÍBV - Breiðablik        77 - 18
ÍBV - Valur              90 - 8

Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum.

Áfram ÍBV


Fréttir af minnibolta eldri í Njarðvík.

Minnibolti eldri,  fréttir frá mótinu í Njarðvík

Peyjarnir í minniboltanum spiluðu tvo leiki í Njarðvík  í fyrstu umferð Íslandsmótsins. Liðið spilaði við heimamenn UMFN og lið Snæfells. Það er gaman að segja frá því að peyjarnir sigruðu í báðum leikjunum með talsverðum yfirburðum og greinilegt að þarna er stórefnilegur hópur á ferð. Úrslit leikjanna í dag voru eftirfarandi:

ÍBV - UMFN     70 - 18
ÍBV - Snæfell  79 - 20

Seinni umferð á Sunnudag. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

IBV KARFA

Höfundur

ÍBV KARFA ..
ÍBV KARFA ..

http://ibv.is/

 http://ibvkarfa.net

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IBV
  • ...0497_494056
  • IMG_0497
  • 10.flokkur
  • Flottir

Nýjustu myndböndin

Hverjir eru bestir...?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 626

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband