22.3.2010 | 15:16
ÍBV
18. mars 2010
Júlíus G. Ingason með umfjöllun í Eyjafréttum.isUnnu alla leikina og komust upp um riðil
Myndir fylgja fréttinni Strákarnir í 8. flokki léku í 4. og síðustu umferð Íslandsmótsins um helgina en leikið var í Eyjum. ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann alla sína leiki og komst þar með upp um riðil. Sigurður G. Benónýsson gerði sér lítið fyrir og skoraði 123 stig eða, 30,75 stig í leik. Strákarnir byrjuðu á að vinna Val í jöfnum og skemmtilegum leik en lokatölur urðu 47:45. Lokasekúndur leiksins voru æsispennandi en Eyjamenn héldu út.Næstu fórnarlömb ÍBV voru Hrunamenn/Hekla en lokatölur urðu 45:41. Eyjamenn unnu svo Fjölni B 39:35 og sameiginlegt lið Þórs og Hamars 55:51. Eins og áður sagði var Sigurður G. Benónýsson stigahæstur með 123 stig. Næstur var Hafsteinn G. Valdimarsson með 43 stig en þeir eru þeir einu í flokknum sem eru á eldra árinu, fæddir 1996. Fjórir leikmenn voru á yngra árinu, fæddir 1997, tveir 1998 og fjórir fæddir 1999. Þrátt fyrir að vera talsvert minni og þremur árum yngri, þá létu yngstu leikmennirnir til sín taka og skoruðu mikilvæg stig í leikjunum, stig sem skiptu miklu máli þegar upp var staðið. Þálfari strákanna er Nenad Musikic. Til að sjá myndir frá leikjum ÍBV, smelltu hér. Tekið af Eyjafréttir.is.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2009 | 10:46
Nenad Musikic þjálfar ÍBV.
27. október 2009
Nýr þjálfari hefur hafið störfFréttatilkynning Körfuknattleiksfélags ÍBV
Síðastliðin fimmtudag kom nýr þjálfari félagsins til landsins en hann kemur frá Svartfjallalandi og heitir Nenad Musikic. Nenad er 43 ára gamall og hefur 21 árs reynslu af þjálfun og hefur komið víða við á ferlinum. Hann hefur meðal annars þjálfað eitt tímabil hjá Breiðabliki og náði þar frábærum árangri með nokkra yngri flokka félagsins og meistaraflokk kvenna.Nenad mun sjá um þjálfun eldri flokka ÍBV, meistaraflokks, drengjaflokks, 10. flokks og 8. flokks. Stjórn félagsins vonast til koma Nenads til Vestmannaeyja muni efla enn frekar gott starf félagsins í gegnum árin og styrkja undirstöðuþekkingu iðkennda á körfuknattleiksíþróttinni. Fyrsti leikur meistaraflokks karla undir stjórn nýs þjálfara verður næstkomandi sunnudag klukkan 14 í íþróttamiðstöðinni en þá tekur liðið á móti b-liði Grindavíkur í 32ja liða úrslitum Powerade bikarsins. Að sjálfsögðu eru allir hvattir til að mæta og sýna okkar mönnum stuðning í verki. Fréttatilkynning. Í vikublaðinu Fréttum verður rætt nánar við nýja þjálfarann. Eyjafrettir.is
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2008 | 09:14
Lokahóf með pompi og prakt......
02. maí 2008 Verðlaunahafar á lokahófi
Lokahófið var haldið í blíðskaparveðri í Týsheimilinu í gær. Mættu fjölmargir iðkendur, foreldrar og velunnarar körfuboltans í Vestmannaeyjum og gekk lokahófið mjög vel í alla staði. Krakkarnir í þvílíku sumarskapi og sáttir með afrakstur vetrarins og gott betur en það. Voru pantaðar pizzur og einnig var boðið uppá gos og súkkulaði. Eftir verðlaunaafhendinguna og pizzuveisluna var farið út í blíðuna og skellt sér í leiki og tóku flestallir þátt og skemmtu sér konunglega eins og við var að búast enda bara snillingar! Hér að neðan má sjá hverjir fengu verðlaun:
10.flokkur
Besti leikmaður : Kristján Tómasson
Mestu framfarir : Heiðar Smári Ingimarsson
Besti varnarmaður : Ólafur Sigurðsson
Besta vítanýting : Teitur Guðbjörnsson
Besta ástundun : Teitur Guðbjörnsson
Besti félaginn : Hjálmar Júlíusson
9.flokkur
Besti leikmaður : Alexander Jarl Þorsteinsson
Mestu framfarir : Gunnlaugur Guðjónsson
Besti varnarmaður : Hlynur Andrésson
Besta vítanýting : Alexander Jarl Þorsteinsson
Besta ástundun : Alexander Jarl Þorsteinsson
Besti félaginn : Daði Hauksson
8.flokkur
Besti leikmaður : Tómas Orri Tómasson
Mestu framfarir : Árni Óðinsson
Besti Varnarmaður : Jóhann Ingi Þórðarson
Besta vítanýting : Halldór Páll Geirsson
Besta ástundun : : Tómas Orri Tómasson
Besti félaginn : Jón Þór Guðjónsson
Minnibolti 11 ára
Besti leikmaður : Aron Valtýsson
Mestu framfarir : Sigurður Grétar Benonýsson
Besti varnarmaður : Hafsteinn Gísli Valdimarsson
Besta vítanýting : Aron Valtýsson
Besta ástundun : Kristberg Gunnarsson
Besti félaginn : Valtýr S. Birgisson
Minnibolti 10 ára og yngri
Besti leikmaður : Devon Már Griffin
Mestu framfarir : Daníel Örn Griffin
Besti Varnarmaður : Daníel Örn Griffin
Besta vítanýting : Arnar Geir Gíslason
Besta ástundun : Ólafur Ágúst Guðlaugsson
Besti félaginn : Ársæll Ingi Guðjónsson
Hægt er að skoða myndir á eyjafrettir.is
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 14:14
Tvö lið efst og jöfn, en innbyrðis viðureign réð úrslitum.
Haukar Íslandsmeistarar í Minnibolta 11 ára
Tekið af heimasíðunni karfan.is: Haukar Íslandsmeistarar í MB 11 ára (1996 og yngri). Haukarnir sigruðu í þremur af fjórum leikjum sínum í mótinu eins og ÍBV, en fengu fyrsta sætið vegna sigurs í innbyrðisleik. Haukarnir sigruðu einning í þessum aldursflokki í fyrra. Mótið var jafnt og skemmtilegt og það er ljóst að 1996 árgangurinn er nokkuð efnilegur.
Lokastaðan varð þessi:
Haukar 3 sigrar og eitt tap
ÍBV 3 sigrar og eitt tap
KR 2 sigrar og 2 töp
Grindavík 1 sigur og 3 töp
Hér kemur smá umfjöllun um alla leikina:
Leikur Hauka og UMFG var mjög spennandi. Haukar voru yfir eftir eina lotu 13-12 og í hálfleik 22-20. Spennan hélt áfram í þriðju lotunni og enn voru Haukar yfir, 28-26. UMFG náði að jafna tvívegis í tölunum 30 og 32. Þegar lítið var eftir voru Haukarnir yfir 38-37, síðan lokuðu þeir vörninni og skorðu þrjár síðustu körfurnar og unnu 43-37. Kristján Sverrirson (bróðir Helenu Sv.) átti stórleik og var með 20 stig, þar af 9 stig í röð í síðustu lotunni þegar leikurinn var í járnum. Það hjálpaði Haukunum að fá framlag frá fleiri í sókninni en vanalega. Betri varnarleikur hjá UMFG hefði gefið þeim sigur í þessum mikilvæga byrjunarleik mótsins. Stigahæðstur UMFG var Jón Axel Guðmundsson (Bragason) með 10 stig.
Næsti leikur var á milli KR og Stjörnunar. KR var yfir efstu fyrstu lotuna 10-8. KR lék ágætlega í annarri lotunni á meðan Stjörunumenn misnotuðu 7 víti, Staðan í hálfleik 18-13 fyrir KR. Stjörnumenn spiluðu frábæran bolta fyrstu fimm mín. í þriðju lotunni og skorðu þeir Helgi og Arnar Steinn 13 stig saman á meðan KR setti aðeins tvö stig. KR sneri síðan leiknum með 10 stiga syrpu og voru síðan yfir 32-30 í lok lotunnar. Spennan hélt áfram í fjórðu lotunni og leikurinn var jafn í tölunni 36-36. Þá kom góður kafli hjá KR og þeir komust yfir 46-39. Stjarnan setti síðan niður fjögur víti í restina og leikurinn endaði 46-43 fyrir KR. Vilhjálmur Jensson (KR) átti sinn besta sóknarleik í vetur og setti niður 13 stig. Helgi Björnsson (Stjörnunni) var sprækur í sókninni og var með 18 stig. Arnar Steinn félagi hans var í strangri gæslu KR-inga en náði að setja niður 14 stig. Stjarnan misnotaði 19 víti í þessum leik og var það þeim dýrkeypt.
Þriðji leikur mótsins var á milli Hauka og ÍBV (þetta reyndist síðan vera úrslitaleikurinn). Fyrsta lotan var í rauninni einvígi á milli Kristjáns Haukamanns og Arons Valtýssonar (ÍBV). Kristján var með 8 stig og Aron var með 11. Haukar voru yfir eftir lotuna, 13-14. Spennan hélt áfram í annarri lotu og var staðan í hálfleik jöfn 25-25. Enn hélt spennan áfram og í lok þriðju lotu voru Haukar yfir 35-36. Haukar leiddu alla fjórðu lotuna og var munurinn 2-8 stig. Eyjamenn voru duglegir á lokasprettinum en það dugði ekki. Haukar unnu 54-50. Þríeykið Hjálmar (10 stig alls), Kristján (22 stig) og Kári (5 stig) léku mjög vel í síðustu lotunni fyrir Hauka. Galdramaðurinn Aron var með 27 stig í leiknum fyrir ÍBV og Valtýr S. Birgisson var með 10 stig og mörg fráköst.
Næsti leikur var á milli Stjörnunar og UMFG. Bæði liðin náðu sér ekki á strik í fyrstu leikjunum sínum. Fyrsta lotan var mjög góð sóknarlega hjá báðum liðum. Hinrik Guðbjartsson (UMFG) var í banastuði og skoraði 8 stig í lotunni. Arnar Steinn (Stjörnunni) stjórnaði sóknarleik sinna manna vel og var með margar stoðsendingar, flestar þeirra lentu í höndum Magnúsar Guðbrandssonar sem átti frábæra lotu og skoraði 12 stig. UMFG var yfir 20-18 eftir fyrstu lotuna. Það hægði aðeins á liðunum í annarri lotu og í lok hennar var UMFG yfir 30-27. Spennan hélt áfram í þriðju lotunni og um miðbik hennar var Grindavík yfir 37-35, þá kom Stjarnan með góða syrpu og voru yfir í lok lotunnar, 39-43. Stjarnan lék vel í fjórðu lotunni og stjórnaði henni og vann góðan sigur 58-53. Hinrik var með 15 stig fyrir UMFG. Magnús G. var með 17 fyrir Stjörnuna, Helgi 13 og Arnar Steinn 14.
Galdramaðurinn Aron V. átti góða fyrstu lotu fyrir ÍBV á móti KR og var með 10 stig. Friðrik Þjálfi (KR) var einnig sprækur og var með 8 stig. Aron V. hvíldi í annarri lotu og þá ætluðu KR-ingar að nýta sér það. KR byrjaði með látum og komust í 24-19. Í þeirri lotu sýndi ÍBV að liðið er lið, og breytt leiktaktík þjálfarans og góður leikur Valtýs og Sigurðar B. kom þeim inn í leikinn aftur og jafnt var í hálfleik 24-24. Liðin léku ágæta þriðju lotu og í lok hennar var ÍBV yfir 36-35. KR byrjaði vel í fjórðu lotunni og komst yfir 38-37. Síðan sýndi ÍBV að þeir eru með líka með varnarlið og skelltu í lás og leyfði KR-ingunum aðeins að skora eina körfu í lotunni og nokkur víti. ÍBV sigraði síðan 47-40. Þessi 7 stiga munur átti síðan af hafa áhrif á atburðarrás sunnudagsins. Aron var með 20 stig fyrir ÍBV, Sigurður 10 og Valtýr 11 stig auk fjölda frákasta.
Fyrsti leikur sunnudagsins var á milli Stjörnunar og Hauka. Haukarnir léku best allra liða á laugardeginum og þeir héldu því áfram í þessum leik. Fyrsta lotan var einvígi á milli Arnar Steins (8 stig) og Kristjáns (13). Í lok lotunnar var staðan 15-12 fyrir Hauka. Í annari lotunni vaknaði Hjámar Haukamaður til lífsins og leiddi lið sitt áfram. Haukar voru yfir í hálfleik 29-23. Haukar völtuðu yfir Stjörnumenn í þriðju lotunni og komust 23 stig yfir. Stjarnan klóraði aðeins í bakkann í síðustu lotunni og Haukar unnu síðan 59-37. Kristján var með 23 stig og Hjálmar var með 16. Arnar Steinn var með 11 stig fyrir Stjörnuna.
ÍBV-galdramaðurinn Aron stóð sig vel í fyrstu lotunni á móti Grindavík og setti niður 11 stig. Í lotunni lék Jón Axel vel og var með 5 stig. Í lok lotunnar var ÍBV yfir 15-10. Staðan í hálfleik var 25-20 fyrir ÍBV. Grindavík minnkaði muninn í þriðju lotunni og í lok hennar var munurinn aðeins tvö stig, 33-31. Í lokalotunni tóku þríeykið Aron, Sigurður og Valtýr öll völd á vellinum og skoruðu til samans 15 stig og tryggðu liðinu sínu góðan sigur 50-40. Hjá ÍBV var Aron var með 21 stig, Valtýr með 11 og Sigurður með 8. Stigahæðstur hjá UMFG var Jón Axel með 13 stig og Magnús var með 8.
Næsti leikur var á milli Hauka og KR. Sigur hefði gulltryggt Haukum Íslandsmeistaratitilinn. KR sigur og/eða stór KR sigur hefði getað gefið þeim möguleika á titli. KR komst yfir 10-4. Þá losnaði aðeins um Kristján og kom hann sínu liði inn í leikinn aftur. KR byrjaði aðra lotuna mjög vel og komust yfir 26-18. Haukar setti síðan niður síðustu þrjú stigin og staðan í hálfleik var 26-21 fyrir KR. Vesturbæingar héldu áfram að leika góða vörn og voru yfir 41-32 í lok þriðju lotu. Haukarnir voru sterkir í byrjun síðustu lotunnar og minnkuðu muninn í fjögur stig. KR tók kipp og komst síðan sjö sig yfir en náðu ekki fylgja því eftir og unnu leikinn aðeins með 4 stiga mun 47-43. Högni Fjalarson (KR) sýndi sitt rétta andlit í þessum leik og var með 16 stig. Kristján var með enn einn stórleikinn fyrir Hauka og var með 18 stig, Hjálmar var með 12. Í þessum leik voru gerð mistök á ritaraborði sem kostaði KR tvö stig og voru þau mistök Vesturbæingum dýrkeypt.
Eftir þennan leik þá var staðan í innbyrðisleikjum Hauka, ÍBV og KR eftirfarandi: ÍBV með 3 stig í plús, Haukar með 0 stig og KR með 3 stig í mínum.
Fjórði leikur dagsins var á milli ÍBV og Stjörnunar. Sigur hjá ÍBV og hagstæð úrslit í síðasta leiknum hefðu tryggt þeim Íslandsmeistaratitil. Stjörnusigur og hagstæð úrslit í síðasta leik hefði tryggt KR sigur í mótinu. Ef þessir möguleikar hefðu ekki ræst þá voru Haukar Íslandsmeistarar. ÍBV léku eins og meistarar í fyrstu lotunni og komust yfir 20-8. Þeir voru yfir í hálfleik 32-12 og í lok þeirra þriðju 43-34. Leikurinn endaði með sigri ÍBV 58-49. Galdramaðurinn Aron var með 36 stig (20 í fyrstu lotunni). Arnar Steinn var með 28 stig fyrir Stjörnuna og Helgi var með 13.
Þessi úrslit gerðu það að verkum að möguleikar KR voru út úr myndinni og síðasti leikur mótsins á milli KR og UMFG myndi ráða því hvort Haukar myndu halda titili sínum í þessum flokki eða hvort bikarinn færi til Eyja.
UMFG hafði tapað þremur fyrstu leikjum sínum á þessu móti. Guðmundur Bragason þjálfari UMFG náði upp góðri stemmningu í sínu liði og voru þeir vel tilbúnir. Sama verður ekki sagt um leikmenn KR. Helgin hafði ekki farið eins og þeir ætluðu sér og nokkuð spennufall átti sér stað hjá liðinu þegar ÍBV klárðaði sinn síðsta leik með stæl. Grindavík lék sér að KR í þessum leik og voru yfir 16-6 eftir fyrstu lotuna. Grindavík var yfir í hálfleik 34-14 og í lok þriðju var hún 48-23. Leikurinn endaði með stórsigri UMFG, 66-37. UMFG lék mjög vel í þessum og þessi sigur setti Hauka í fyrsta sæti.
Þetta var að mörgu leyti frábær úrslitakeppni. Félögin sem áttu fulltrúa í úrslitunum í þessum flokki hafa lagt mjög mikla vinnu í þessi 1996 lið. Flestir þessir leikmenn hafa æft lengi og haft afbragðsþjálfara. Þeir þjálfarar sem voru að þjálfa um helgina eru allir mjög góðir og þeir voru einnig með reynda aðstoðarmenn. Strákarnir í þessum flokki léku mjög vel þessa helgi og þeir sýndu að þetta er mjög spennandi árgangur. KKÍ dómarnir stóðu sig ágætlega þótt þeir gerðu sín mistök eins og leikmenn og þjálfarar.
Umgjörð mótsins hefði getað verið betri. Leikið var þvert í íþróttahúsi KR. Aðstaða fyrir áhorfendur var ekki nægilega góð, áhorfendur eru of nálægt varamannabekkjum og ritaraborði. Starfsmenn á ritaraborði voru í flestum leikjunum ungir og þar voru gerð mistök í tveimur eða þremur leikjum sem höfðu áhrif.
Karfan.is óskar Haukum og hinum geðþekka og góða þjálfara Ívari Ásgrímssyni til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn um helgina. Liðið var sívaxandi í vetur og toppaði á réttum tíma. Einnig óskar karfan.is ÍBV og Birni Einarssyni þjálfara til hamingju með sitt góða lið og árangur. Þetta er trúlega í fyrsta skipti sem ÍBV nær verðlaunasæti í Íslandsmóti yngri flokka í körfu.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 12:09
Úrslit í minnibolta 11 ára um næstu helgi.
Úrslitin hjá Minnibolta 11 ára næstu helgi
Minnibolti 11 ára er að fara keppa næstu helgi í DHL höllinni hjá KR-ingum í Reykjavík. Er þetta úrslitatörneringin hjá liðinu og er þetta siðasta mótið hjá Minnibolta og í raun síðasta mót yfir alla flokka félagsins í vetur. Vonandi að það náist góður árangur. Búið að æfa vel og eru allir tilbúnir í slaginn og verður án efa hart barist allan tímann n.k. helgi!
Skorum á eyjamenn og aðstandendur drengjanna á fastalandinu að mæta og sjá skemmtilegan körfubolta. Áfram ÍBV!
Laugardagur 12. apríl 2008
DHL-Höllin 13.00 Grindavík - Haukar DHL-Höllin 14.00 KR - Stjarnan DHL-Höllin 15.00 ÍBV - Haukar DHL-Höllin 16.00 Grindavík - Stjarnan DHL-Höllin 17.00 KR - ÍBVSunnudagur 13. apríl 2008
DHL-Höllin 9.00 Stjarnan - Haukar DHL-Höllin 10.00 Grindavík - ÍBV DHL-Höllin 11.00 KR - Haukar DHL-Höllin 12.00 ÍBV - Stjarnan DHL-Höllin 13.00 KR - Grindavík
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 11:31
Og gerðu gott betur.....
Hrunamenn voru yfir allan leikinn en staðan í hálfleik var 47:34 þeim í hag. Árni Þ. Hilmarsson var stigahæstur þeirra með 19 stig en hjá Laugdælum voru Þorkell Bjarnason og Snorri Þorvaldsson með 16 stig hvor.
Lið Hrunamanna og Laugdæla koma í staðinn fyrir Suðurnesjaliðin Reyni úr Sandgerði og Þrótt úr Vogum. Það þýðir að 40 prósent liða í 1. deildinni næsta vetur verða af Suðurlandi því þar eru einnig lið Hamars úr Hveragerði og Þórs frá Þorlákshöfn. Lið FSu frá Selfossi, sem lék í 1. deildinni í vetur, er hinsvegar komið uppí úrvalsdeildina þannig að körfuboltinn blómstrar á Suðurlandinu um þessar mundir.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 11:30
Til hamingju Hrunamenn með 1.deildar sætið.
Hrunamenn gerðu sér lítið fyrir og sigruðu 2.deildina, til hamingju með það.
Hrunamenn í 1. deild - MYNDIR
sunnudagur, 30 mars 2008 | |
18:00 Laugarvatni. |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 11:21
Mfl.: Hrunamenn-ÍBV 79-74
Þá er ljóst að við náum ekki settu marki í MFL. og leikum áfram í 2. deildinni. Enn 10. flokkur ÍBV vann sína 2 leiki örugglega í gær og léku 2 leiki í dag og unnu þá báða einnig nokkuð sannfærandi. Umfjöllun og stigaskor varðandi 10.flokkinn kemur á morgun frá Bjössa þjálfara.
Til að sjá "umfjöllun" um leik UMFH-ÍBV í undanúrslitum farið hér hjá karfan.is.
Stigaskor ÍBV á móti UMFH: Sigurjón Lárusson 16, Björn Einarsson 13, Baldvin Johnsen 11, Brynjar Ólafsson 9, Sverrir Kári Karlsson 9, Þorsteinn Þorsteinsson 8, Gunnar Ásgeirsson 8, Arnsteinn Jóhannesson 0, Sverrir Marinó Jónsson 0 og Gylfi Bragason kom ekki við sögu í þessum leik.
Umfjöllun frá okkur ÍBV og tölfræði:
|
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.3.2008 | 10:46
Úrslita leikur í dag....
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.3.2008 | 15:01
Þeir ná langt sem æfa mikið.
Þeir ná langt sem æfa mikið - segir Friðrik Stefánsson, sem hefur náð lengst Eyjamanna í körfubolta.
Þó að flestir telji að körfuboltinn í Vestmannaeyjum sé aðeins að slíta barnskónum hér þá er staðreyndin önnur. Körfubolti á Íslandi á meira að segja ættir sínar að rekja til Vestmannaeyja en talið er að fyrsta karfan sem sett var upp á Íslandi hafi einmitt verið sett upp í Vestmannaeyjum. Auk þess lék ÍV á árum áður í neðri deildum Íslandsmótsins og náði m.a. þeim árangri að komast úr 2. deild og upp í þá fyrstu. Félagið í núverandi mynd hefur reyndar leikið þennan leik eftir en meistarafl okkur ÍBV var í 1. deild, eða næst efstu deild árin 2000 til 2001 og var hársbreidd að komast í fjögurra liða úrslitakeppni deildarinnar fyrra árið. Hins vegar hefur þekktasti leikmaður körfuboltans í Vestmannaeyjum aldrei leikið með meistaraflokki ÍBV. Það er landsliðsmaðurinn Friðrik Erlendur Stefánsson, sem gekk upp í gegnum alla yngri fl okka Týs í körfuboltanum en fl utti sig svo yfi r í KR, og spilaðim.a. með KFÍ og Þór frá Akureyri áður en hann fl utti sig til Njarðvíkur. Þar hefur Friðrik slegið í gegn, var m.a. valinn besti körfuboltamaður Íslands tímabilið 2005 til 2006 auk þess að vera fyrirliði Njarðvíkur. Þá hefur Friðrik leikið 103 landsleiki og er fyrir löngu orðinn lykilmaður íslenska landsliðsins. Og hann kemur frá körfuboltaparadísinni Vestmannaeyjum.
Miklar breytingar hjá Njarðvík
Friðrik tók vel í það að koma í smá spjall, en tímabilið í ár hefur byrjað talsvertöðruvísi en oft áður en Friðrik var veikur fyrir hjartanu þegar tímabilið hófst. Hannsegir þetta ekki há sér mikið í dag. Þetta er samt voðalega misjafnt, suma dagana er ég góður en aðra ekki. Svo er ég líka á lyfjum til að halda hjartslættinum niðri sem er ekkert mjög þægilegt. En maður reynir bara að gleyma sér í leiknum og hafa gaman af því að spila körfubolta.
Reyndar er ég þannig gerður að mér finnst ekkert gaman að þessu nema ég sé að vinna,"segir Friðrik og blaðamaður kannast við keppnisskapið. Hvað með tímabilið sem nú er að hefjast, ekki gengið nógu vel hjá Njarðvík, hvað er að? Við erum bara að slípast til í upphafi móts. Það urðu miklar breytingar á Njarðvík frá síðasta vetri, m.a. nýr þjálfari Teitur Örlygsson og nýir leikstjórnendur. Þannig að hlutverkaskiptin eru ekki alveg komin á hreint hjá okkur enn. En það góða við körfuna er að þó menn séu ekki alveg á toppnum í byrjun þá er alltaf hægt að bæta það upp í úrslitakeppninni." Þannig að þið stefni á toppinn á réttum tíma? Njarðvík á eftir að ganga betur þegar líður á veturinn. Kröfurnar hér í bænum eru stundum ótrúlega miklar, ekkert ósvipaðheima í Eyjum þar sem það á bara að vinna allt sem hægt er að vinna, hvernig sem farið er að því. Þannig að það segir sig nokkuð sjálft að við setjum stefnuna bara í eina átt og það er á toppinn."
Byrjaði með mörgum snillingum
En hvernig var að æfa körfubolta í Vestmannaeyjum þegar karfan var að byrja aftur? Við byrjuðum að mæta með ÍV old boys inni í Þórsheimili með Almar Hjarðar, sem var minn fyrsti þjálfari. Hann reyndi m.a. að kenna manni að taka Jabbar skotið, eins og Jói Bald og Siggi Gúmm voru frægir fyrir en það gekk ekki hjá Almari. Svo seinna fór okkur að fjölga þannig að Týsheimilið var næsta stopp. Við héldum samt áfram nokkrir að æfa með old boys og má segja að þar lærði maður að dæma helst ekkert á æfi ngum," segir Friðrik og hlær. Þarna voru kappar eins og Tommi Páls sem voru að rúllaöllum upp, eða þannig er það alla vega í minningunni. Svo voru fl eiri góðir kappar þarna eins og góðvinur minn Smári Baby Barkley" Harðar. Hann horfði aðeins of mikið á Charles Barkley og hamraði alla niður sem komu nálægt honum inni í teignum. Við vorum líka með söngvarann Val í Buttercup, Heimi og Jóa risa sem voru alveg þrælgóðir en því miður var ekkert meistarafl okkslið fyrir þá á þessum tíma." Og þrátt fyrir að vera ungir að árum stofnuðu strákarnir körfuknattleiksdeildTýs. Okkar fyrsti þjálfari var Víðir Óskarsson, heimilislæknir og oft kallaður húsmóðirin. Víðir reyndist okkur strákunum alveg ómetanlegur enda held ég að varla hefði nokkur annar maður geta tekið bullinu sem við vorum með. Til dæmis átti Viðar Huginsson til með að gera allan fjandann á æfi ngum sem átti lítið skylt við körfubolta. Svo voru fl eiri gaurar þarna og ég held að ef ég væri að þjálfa svonahóp yrði ég fl jótt brjálaður," segir Frikki.
Grínið snerist við
Og þessi körfuboltaáhugi vakti talsverða athygli á sínum tíma en á lokahófi Njarðvíkur rifjaði Sveinn Waage, grínisti og gamall vinnufélagi upp gamla tíma. Hann talaði um að menn hefðu alltaf verið að gera grín að þessum slána sem væri alltaf að leika sér í körfubolta í Barnaskólanum. Hann hélt áfram að þylja upp grínið en endaði með því að segja að grínið hefði snúist upp á þá. Því í dag er þessi sláni sem var að leika sér í körfu, og við gerðum óspart grín að, fyrirliði Íslandsmeistaranna og besti leikmaður landsins," sagði Eyjamaðurinn Sveinn og átti þar við um Friðrik.
Sterkur kjarni í körfunni
Friðrik byrjaði að æfa markvisst í körfubolta á fi mmtánda ári en hann hafði komið víða við í íþróttum eins og svo algengt er. Hann prófaði handbolta, fótbolta og frjálsar íþróttir en af hverju varðkörfuboltinn fyrir valinu á sínum tíma? Nú þið voruð svo ótrúlega skemmtilegir,"segir Frikki og hlær. En ég lýg þvíekkert, þetta var sterkur kjarni, við tveir, Gísli Gunnar Geirsson, Viðar Huginsson, Ólafur Ari Jónsson, Örn Eyfjörð, Sigurjón Lýðsson og fl eiri. Þvílíkur hópur af snillingum," segir Frikki og blaðamaður getur ekki annað en tekið undir það. Það er reyndar leiðinlegt að enginn skuli vera enn að af þessum hópi, ég held að ég sé síðasti geirfuglinn," segir Frikki en þegar hugsaðer út í það að einn af þessum hópi skuli vera fyrirliði Íslandsmeistaranna og kosinn besti körfuknattleiksmaður landsins, þá er ekki hægt annað en að halda því fram að starfi ð á upphafsárum núverandi körfuboltafélags í Vestmannaeyjum hafi skilað árangri. Já, já ég get alveg tekið undir það. Þetta er eitthvað sem maður varla lét sig dreyma um þegar við vorum að spila körfubolta á Höfðaveginum á sínum tíma." 17 ára gamall fór Friðrik frá Eyjum og í KR þar sem gömul körfuknattleikskempa, Axel Nikulásson tók hann undir sinn verndarvæng. En var ekkert erfi tt að fara svo ungur frá Eyjum til að spila körfubolta sem þú varla kunnir? Jú það var það. En ætli það hafi ekki verið erfiðara fyrir mömmu því ég held hún gráti það enn hvað ég hafi farið snemma að heiman. Þetta var mikill skóli fyrir mig því í mínum huga var ég frábær í körfubolta þegar ég fór frá Eyjum en mér var snögglega kippt niður á jörðina. Lazlo Nemeth var þjálfari í KR á þessum tíma og maður var að æfa frá morgni til kvölds, og fór í skólann þess á milli." Næst lá leiðin vestur á Ísafjörð þar sem Friðrik var í tvö tímabil. Þetta var frábær tími fyrir vestan og mikill uppgangur í körfunni þar. En mér fannst ég vera að staðna fyrir vestan því félagarnir í landsliðinu voru að taka meiri framförum en ég og því vildi ég komast í betra umhverfi og Verða Betri í Íþróttini. Það fann ég í Njarðvík enda líkar mér mjög vel hérna." Það hefur ekkert verið erfi tt fyrir þig, peyja frá Eyjum að æfa með stjörnum körfuboltans eins og Teiti Örlygssyni, nafna þínum Rúnarssyni og fl eiri köppum? Þetta eru allt bara kappar eins og ég og þú. Menn sem voru auðvitað með mismikla reynslu en allt eru þetta toppnáungar. Ekki skemmir að þeir eru nokkrir með Eyjablóð, Frikki Rúnars og Frikki Ragg, Raggi Ragg, Logi og Ægir Gunnarsynir og ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen. Allir segjast þeir vera með Eyjablóð í æðum." En Friðrik hefur farið víðar en í KR, Njarðvík og KFÍ. Um tíma lék hann með Þór frá Akureyri og reyndi fyrir sér í Finnlandi sem atvinnumaður. En sú dvöl var ekki langvinn þar sem honum líkaði ekki dvölin í Finnlandi og ekki var staðið við samninga.
Þeir ná langt sem æfa mikið
En hvað heldurðu að þú tórir lengi í körfunni? Það er aldrei að vita. Svo lengi sem ég hef gaman af þessu og get hjálpað liðinu þá held ég áfram. Það er farið að síga aðeins í með þetta hjarta vesen og bara tímaleysi. Það vita það fl estir að því eldri sem maður verður því meira þarf maður að æfa. Ég hef alltaf litið mikið upp til íþróttamanna sem æfa aukalega t.d lyftingar og tækniæfi ngar. Þeir ná alltaf árangri og ungir strákar ættu að hafa það í huga." Friðrik segist fylgjast vel með þróun mála í körfunni í Eyjum. Hann hefur sterka skoðun á því hvað þurfi að gerast til að ýta körfunni yfi r þröskuldinn í Vestmannaeyjum sem stærstu vetraríþrótt Eyjanna. Það þarf að byrja á því að laga gamla íþróttasalinn. Þar þyrfti að koma upp topp körfuboltasal með parketti og nýjum körf-um. Ég held að það sé allt í lagi að henda smá pening í körfuboltann enda hefur hann aldrei fengið neitt og uppgangurinn hefur verið mikill. Það væri líka ekkert verra að laga körfuboltavellina í kringum skólana og gera þá almennilega. Eða er kannski bara betra að hafa krakkana liggjandi fyrir framan sjónvarpið, étandi snakk og drekkandi kók? Svo þarf auðvitað að tryggja að Bjössi haldi áfram að skila þessu frábæra starfi sem hann hefur unnið þarna heima." Þín ráð til ungra leikmanna?
Að æfa eins og skepnur, skjóta og drippla, spila með félögunum og ekki halda að þó að þú sért góður í körfubolta þá snúist heimurinn í kringum þig. Það var lexía sem ég þurfti að læra fl jótt." En gæti þetta þýtt að Frikki snúi aftur heim í heimahagana og endi ferilinn þar sem hann hófst?
Maður á aldrei að segja aldrei en okkur líður mjög vel hérna í Njarðvík. Þetta snýst auðvitað alltaf um að hafa vinnu. Þeir sem eru með vinnu líður vel hvar sem þeir eru en varðandi framtíðina þá bera fæst orð minnstu ábyrgðina. En ég er og verð alltaf Eyjamaður þó svo að Ísfi rðingar og Njarðvíkingar vilji eiga eitthvað í manni," sagði Friðrik að lokum.
Viðtal JI fyrir ársrit kf. ÍBV des 2007.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
IBV KARFA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar