24.1.2011 | 22:26
Næsti leikur......30.jan við Álftanes kl 12:30.
Næsti leikur ÍBV er í Eyjum þann 30.jan á móti Álftanes kl 12:30. Það var fín mæting á leikinn við HK. Vonandi geta sem flestir mætt á næsta leik og stutt strákana okkar í baráttunni.
ibvkarfa.net
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2011 | 22:03
Sigur í toppleik. ÍBV - HK
Sigurganga HK stöðvuð.Leikurinn byrjaði þannig að bæði lið skiptust á forystu en okkar strákar tóku við sér og náðu 11 stiga forystu í lok leikhlutans 22 - 11. 2.leikhluti byrjaði vel fyrir ÍBV og var staðan orðin 36-13 um hann miðjan. Þá kom mjög slæmur kafli hjá okkar strákum og HK saxaði á forystuna og í hálfleik var staðan 42-38 ÍBV í vil. Eitthvað hefur Jón þjálfari sagt við strákana inn í klefa því þeir komu tvíefldir til leiks í seinni hálfleik. Baráttan var til staðar og ÍBV raðaði niður körfunum. Forysta ÍBV jókst mjög fljótt og munaði 20 stigum á liðunum í lok 3.leikhluta 69-49. Þetta var forysta sem þeir gáfu ekki eftir og uppskáru góðan sigur 86-66 á sterku liði HK.
Þetta var fínn leikur í heildina hjá strákunum allir að standa sig vel. Þorvaldur kom sterkur inn í leikinn og skoraði 7 þriggja stiga körfur. Hlynur kom einnig sterkur inn og má segja að þetta sé með hans betri leikjum í vetur. Einnig má nefna að þetta er fyrsti tapleikur HK í vetur.
Stigaskor í leiknum var eftirfarandi: Þorvaldur Kristjánsson 21 stig,Jón G. Magnússon 15 stig, Hlynur Andrésson 13 stig, Brynjar Ólafsson 12 stig, Sigurjón Lárusson 9 stig, Daði Guðjónsson 8 stig, Smári Þorvaldsson 6 stig, Heiðar Ingimarsson 2 stig, Tómas Orri Tómasson, Jóhann Rafnsson, Sigurður Benónýsson, Guðgeir Clark.
Næsti leikur ÍBV er í eyjum þann 30.jan á móti Áltfanes kl 12:30. Það var fín mæting á leikinn í dag og við þökkum fyrir þann stuðning. Vonandi geta flestir mætt aftur í næsta leik og stutt strákana okkar í baráttunni.
ÍBV - HK umfjöllun, ibv.is. http://ibvkarfa.net/
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 09:43
Skoraði 57 stig í sigri ÍBV í dag og endaði á flautukörfu.
Sunnudaginn 05. desember kl. 14.30
Körfubolti: ÍBV - KV 104:89
- Jón Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV sjóðheitur í dag og skoraði flautukörfu í lok leiks
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.12.2010 | 09:40
Fram - ÍBV 75-79
28. nóvember 2010
Fram - ÍBV 75-79 umfjöllun af http://ibvkarfa.net/frettir
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.11.2010 | 11:13
Tap í bikar.
Poweradebikarinn hjá m.fl:
ÍBV tapaði 63 -85 þrátt fyrir stórleik í 1.sta leikhluta. Ál augardaginn fór fram leikur ÍBV og Stálúlfs í forkeppni Poweradebikarsins. Og til að gera langa sögu stutta þá tapaði ÍBV með 22 stigum, 63 - 85. Þrátt fyrir frábæra byrjun hjá leikmönnum ÍBV í fyrsta leikhluta, þegar hver þristarnir eftir annan flugu ofan í körfuna. En eftir það vöknuðu gestirnir af værum blund. sbr. http://ibvkarfa.net/frettir
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2010 | 08:54
ÍBV mætir nýju íþóttafélagi í bikarnum,kl 12,30, á laugardag.
ÍBV leikur við Stál-Úlfa sem er nýtt íþóttafélag, Laugardaginn 30. okt. 2010 kl.12:30 í Íþróttamiðstöðinni. Leikurinn er í forkeppni í Powerradebikar karla í körfuknattleik.
Nýtt íþróttafélag hefur verið stofnað innan UMSK og hefur það aðsetur í Kópavogi
Íþróttafélagið Stál úlfur var stofnað í byrjun árs af nokkrum þekktum litháískum íþróttamönnum sem búa hér á landi. Hefur það aðstöðu í Kórnum í Kópavogi.
Meðal stofnenda eru handboltamennirnir Ramune Pekarskyte (Haukum), Kristina Kvedariene (FH), Romualdas Gecas (HK).
Tilgangur íþróttafélagsins er iðkun íþrótta og að efla áhuga almennings á gildi íþrótta og heilbrigðra lífshátta. Auk þess hefur félagið þann tilgang að aðstoða innflytjendur við aðlögun að íslensku samfélagi með því að stuðla að virkum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda í gegnum íþróttir.
Vegna allra þessara neikvæðu frétta í blöðunum þá er þetta eitthvað sem við viljum að sjálfsögðu að bæti ímynd innflytjenda, segir í tilkynningu frá félaginu.
Tilurð félagsins má rekja til þátttöku körfuboltaliðsins Lituanica í 2. deild karla síðasta haust. Körfuknattleikssamband Íslands setti það sem skilyrði að stofnað yrði íþróttafélag í kringum liðið og þá fór boltinn að rúlla.
Í dag erum við með meistaraflokka karla í körfubolta og fótbolta og við eigum von á að fleiri íþróttir bætist í flóru félagsins í framtiðinni. Svo viljum við hvetja sem flesta til að kikja við hjá okkur, sérstaklega fólk af erlendum uppruna, sem býr hér og vill stunda íþróttir.Við vonum að íþróttafélagið Stál úlfur verði góður vettvangur fyrir alla með öfluga starfsemi og ýmsa viðburði.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.10.2010 | 11:15
Naumt tap gegn HK.
HK-menn byrjuðu af krafti og tóku forystu frá fyrstu mínútu. ÍBV-menn voru sýnd veiði en ekki gefin og héldu í við HK í fyrsta leikhluta. Aðeins tók að draga í sundur með liðunum í öðrum leikhluta og HK-ingar gengu með gott forskot í hálfleik. Þriðji leikhluti var alger eign HK-inga. Í fjórða leikhluta snerist dæmið hinsvegar við og eyjapeyjar bitu hressilega frá sér og tóku upp á að hitta í körfuna og þá sérstaklega fyrir utan 3ja stiga línuna. ÍBV saxaði niður forskot HK-inga jafnt og þétt, þjálfari HK-manna fékk sína fimmtu villu og leikurinn í járnum. Þegar 1 mínúta var eftir var staðan allt í einu orðin 74-71 fyrir HK og Eyjamenn með boltann. En þá tóku HK-ingar leikhlé, en með útsjónarsemi kláruðu leikinn.
Leikmenn: Sigurður G Benónýsson, Daði Guðjónsson 13 stig, Hlynur Andrésson 16 stig, Tómas Orri Tómasson 6 stig, Halldór Geirsson, Sæþór Orri Guðjónsson, Jón G Magnússon 23 stig, Jóhann Rafnsson, Smári Þorvaldsson 2 stig, Brynjar Ólafsson 11 stig, Örvar Þrastarson.
Mynd - Gunnar Þór sem keyptur var til HK á miðju síðasta tímabili átti góðan leik í dag gegn fyrrum félögum sínum í ÍBV.
umfjöllun af: http://www.hk.is (örlítið skrautlegri þar)
Þannig að ÍBV á harma að hefna síðar.....
Íþróttir | Breytt 20.10.2010 kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2010 | 16:09
ÍBV: útileikur við HK 16. okt. kl 14 í Fagralundi.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.10.2010 | 19:46
Sigur hjá ÍBV í fyrsta leik vetrarins.
Stigaskor: Jón Gunnar 21 Jóhann Rafn 17 Þorvaldur 15Hlynur Andrésar 14 Sigurjón Örn 8 Tómas Orri 8 Halldór 3 Örvar 2 Sigurður Grétar 0
Íþróttir | Breytt 11.10.2010 kl. 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2010 | 12:40
Markmiðið að byggja upp öflugt lið.
01. október 2010
Jón Gunnar Magnússon þjálfar körfuboltann í vetur - Bjartsýnn á árangur
- Nýi þjálfarinn í viðtali í Fréttum
Körfuknattleiksfélag ÍBV réði á haustmánuðum nýjan yfirþjálfara. Sá á reyndar ættir sínar að rekja til Eyja en faðir Jóns Gunnars Magnússonar, Magnús Rúnar Jónsson, bjó hér með fjölskyldu sinni á Hásteinsvegi 52 þar til örlaganóttina 23. janúar 1973 og fjölskyldan sneri ekki aftur heim eftir gos. Þar til nú að Jón Gunnar kemur til að þjálfa körfuboltafélag ÍBV.
Er uppalinn Garðbæingur og fæddur 1981 sem gerir mig 29 ára," sagði Jón Gunnar þegar hann var beðinn um að segja svolítið frá sjálfum sér. Ég byrjaði reyndar í körfubolta í Haukum en það var af þeirri einföldu ástæðu að það var enginn körfubolti hjá Stjörnunni á þeim tíma. Ég byrjaði 10 ára gamall í minnibolta árið 1991. Þegar ég var svo í 7. flokki byrjaði körfuboltinn hjá Stjörnunni loksins en við vorum nokkrir úr Garðabænum sem höfðum verið að æfa með öðrum félögum.
Ég fór reyndar ekki strax yfir, heldur spilaði aðeins lengur með Haukum en gaf mig að lokum og skipti yfir í Stjörnuna þegar allir félagarnir voru komnir þangað. Ég spilaði sem sagt frá og með 8. flokki og alveg upp í meistaraflokk.
Sigurjón Lárusson, sem nú býr hér í Eyjum, var einmitt einn af mínum félögum og við spiluðum saman upp yngri flokkana ásamt fleiri strákum. Við vorum með ágætis hóp í þessum árgangi og náðum að lokum alla leið upp í úrvalsdeild. Sjálfur spilaði ég fyrsta meistaraflokksleikinn 15 ára gamall," sagði Jón Gunnar en ástæða þess að hann byrjaði svona ungur í meistaraflokki var að hann tilheyrði elsta árgangi Stjörnunnar sem kom upp í gegnum yngri flokkana.
Meistaraflokkur var þá í 1. deild eða þeirri næstefstu og það var mjög gott fyrir okkur, því þá fengum við strákarnir að spila meira en ef liðið hefði verið í úrvalsdeild. Við fengum því dýrmætt tækifæri sem við bjuggum svo að í framtíðinni. Ég á að minnsta kosti að baki nokkra leiki með meistaraflokki í úrvalsdeild."
Vildi alltaf segja mönnum til
Af hverju fórstu svo að þjálfa?
Gallinn hjá mér var kannski lengi vel sá að ég var mikið fyrir það að greina hvað var í gangi. Mér fannst ég alltaf geta bent mönnum á hvað þeir gætu gert betur þannig að fljótlega kom í ljós að það bjó einhver þjálfari í mér. Ég byrjaði sem aðstoðarþjálfari með Kevin Grandberg sem spilaði m.a. með ÍR og Stjörnunni en hann var að þjálfa yngri flokkana hjá Stjörnunni. Fljótlega var ég gerður að aðalþjálfara og hef mest haldið mig við þjálfun drengja á aldrinum 14 til17 ára, þótt ég hafi þjálfað allan aldursskalann."
Svo hefur þú farið til Bandaríkjanna líka til að þjálfa í æfingabúðum?
Já, ég hef reynt að gera það á hverju ári. 1996 fór ég í fyrsta skipti til Bandaríkjanna en þá fór 10. flokkur Stjörnunnar í æfingabúðir og ég var þá leikmaður. Björn Leósson, þjálfari hjá Stjörnunni, hafði tengsl við Bandaríkin og við fórum til Gettysburg í Pennsylvaníu í æfingabúðir sem voru þar. Þetta var mjög skemmtileg ferð því við gistum hjá fjölskyldum, tveir og tveir saman þannig að við fengum að kynnast bandarísku samfélagi mjög vel. Mér fannst þetta svo gaman að þegar ég var að þjálfa flokk sem hafði áhuga á að fara út, hafði ég samband við sama aðila og komst að lokum að með liðið mitt í æfingabúðum svipuðum þeim og við fórum í á sínum tíma. Þær heita Keystone State og hafa verið starfræktar í yfir 20 ár. Eftir að hafa verið með mína stráka þarna í búðunum spurðist ég fyrir og óskaði eftir því að fá að vera lengur í æfingabúðunum að þjálfa. Það var sjálfsagt mál og þetta var það gaman að ég hef farið þarna út árlega og hef auk þess heimsótt fleiri æfingabúðir í Bandaríkjunum, m.a. Sixers Camp, sem ég veit að einhverjir hér kannast við og svo Syracuse, þar sem aðstoðarþjálfari bandaríska landsliðsins heldur úti æfingabúðum."
Meiri agi og keppni í Bandaríkjunum
Jón Gunnar segir að með þessum ferðum öðlist hann ekki aðeins meiri reynslu sem þjálfari, heldur stækkar tengslanet hans í körfuboltaheiminum. Þetta er svolítið þannig að ef þú ert kominn inn í netið, þá geturðu alltaf fundið tengingu við aðila þarna úti. Það er alltaf maður sem þekkir mann. Ég hef farið svolítið víða og ef ég sé tækifæri til að taka þátt í svona æfingabúðum, þá stekk ég á það."
Sérðu mikinn mun á bandarískum og íslenskum körfubolta?
Já, það er gríðarlegur munur. Í Bandaríkjunum verða ungir leikmenn góðir á undan þeim íslensku. Þarna úti er mikið lagt upp úr árangri enda er mikið undir. Leikmenn sem skara fram úr geta fengið háskólastyrki þannig að það er meira lagt upp úr að gera leikmenn mjög góða strax. Íslenskir leikmenn minnka bilið svo á unglingsaldrinum.
Auk þess er umhverfið meira hvetjandi úti í Bandaríkjunum, þar sem eru fleiri góðir leikmenn þannig að þú þarft virkilega að standa þig ef þú ætlar ekki að týnast. En á móti finnst mér við hér heima leggja meiri áherslu á grunnatriðin í körfuboltanum sem menn úti hafa minni áhyggjur af. Þar er það annað hvort þriggja stiga eða keyrt inn að körfunni en hér heima er lögð meiri áhersla á grunnatriðin."
Jón Gunnar segir jafnframt að aginn sé miklu meiri úti en hér á Íslandi. Aginn er gríðarlegur og þjálfarinn fær leyfi til að þrýsta mun meira á unga leikmenn en hér heima. Þannig er samfélagið bara, foreldrar standa á bak við þennan þrýsting þjálfaranna enda, eins og ég sagði áðan, þá er meira undir þarna úti varðandi háskólastyrki og annað. En samfélagið hér myndi aldrei leyfa sömu þjálfunaraðferðir og þarna úti."
Og hvorri aðferðinni ertu hlynntari?
Ég reyni að blanda þessu tvennu saman. Ég hef prófað báðar aðferðir en þykir best að blanda þessu saman. Það hafa margir skammað mig fyrir að vera með of erfiðar æfingar en þegar frá líður, þá sjá þeir að þeir hafa grætt á því. Best af öllu er hins vegar þegar allir leikmennirnir eru samtaka á æfingum og æfa á sama hraða. Þess vegna legg ég upp með að hafa æfingarnar skemmtilegar og vissar reglur inn á milli til að ýta aðeins við þeim."
Eyjamaðurinn" snýr aftur
Nú hefur mekka körfuboltans ekki verið í Vestmannaeyjum. Hvernig leist þér á að koma hingað?
Þeir voru nú góðir á sínum tíma, ég keppti m.a. á móti þeim í 1. deildinni. Sigurjón Lárusson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍBV, er æskuvinur minn og pabbi, Magnús Rúnar Jónsson, bjó hér fram að gosi ásamt foreldrum sínum þannig að ég tengist Eyjunum. Það var ekki svo stórt stökk fyrir mig að koma hingað. Foreldrar pabba hétu Ása Magnúsdóttir og Jón Hermundsson, þau bjuggu að Hásteinsvegi 52 en komu ekki aftur eftir gos.
Þá fluttu þau í Kópavoginn og pabbi byggði svo hús í Garðabæ þar sem við áttum svo heima. Þau hafa reyndar oft sagt við mig að ég sé Eyjamaður þannig að ég er kannski bara kominn heim. En það var sem sagt Sigurjón sem hafði samband við mig og ég gat eiginlega ekki sagt nei, sérstaklega ekki þegar Landeyjahöfn er komin. Svo er það líka spennandi verkefni að taka við heilu félagi, taka meistaraflokk og yngri flokkana með og fá svolítið að móta þetta eftir mínu höfði."
Krakkarnir verða að velja
Jón Gunnari kom á óvart hversu mikill rígur er á milli íþróttagreina í Vestmannaeyjum.
Það er eðlilegt að það sé einhver rígur á milli krakkanna en að það sé rígur á milli meðal fullorðna fólksins var eitthvað sem kom mér mjög á óvart. Það eru ekki allir sem finna sig í handbolta og fótbolta en gera það í frjálsum, sundi, fimleikum eða körfubolta. Það á að gefa börnum tækifæri til að finna sig í sinni íþrótt en ekki þvinga þau til þess að velja eina íþróttina umfram aðra. Ef krakkar velja handbolta, þá er það frábært en þau verða líka að fá tækifæri til að velja körfubolta. Valið verður að vera þeirra."
Hefurðu sett þér einhver markmið með meistaraflokk ÍBV í körfubolta?
Markmiðið er auðvitað að byggja upp öflugt lið. Við kannski setjum ekki stefnuna á að fara upp í 1. deild, þótt það væri auðvitað mjög gaman. En miðað við þann hóp sem ég hef séð þá eigum við alveg að geta barist um að komast í úrslitakeppnina og svo sjáum við til hvað gerist þar. Hópurinn er auðvitað tvískiptur enda margir leikmenn liðsins sem eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Mér sýnist að það séu einfaldlega ekki nógu margir leikmenn hér til að fylla hópinn," sagði Jón Gunnar að lokum og skoraði á alla að prófa körfubolta.
Viðtalið birtist í vikublaðinu Fréttum.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
IBV KARFA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar