10.3.2008 | 15:01
Þeir ná langt sem æfa mikið.
Þeir ná langt sem æfa mikið - segir Friðrik Stefánsson, sem hefur náð lengst Eyjamanna í körfubolta.
Þó að flestir telji að körfuboltinn í Vestmannaeyjum sé aðeins að slíta barnskónum hér þá er staðreyndin önnur. Körfubolti á Íslandi á meira að segja ættir sínar að rekja til Vestmannaeyja en talið er að fyrsta karfan sem sett var upp á Íslandi hafi einmitt verið sett upp í Vestmannaeyjum. Auk þess lék ÍV á árum áður í neðri deildum Íslandsmótsins og náði m.a. þeim árangri að komast úr 2. deild og upp í þá fyrstu. Félagið í núverandi mynd hefur reyndar leikið þennan leik eftir en meistarafl okkur ÍBV var í 1. deild, eða næst efstu deild árin 2000 til 2001 og var hársbreidd að komast í fjögurra liða úrslitakeppni deildarinnar fyrra árið. Hins vegar hefur þekktasti leikmaður körfuboltans í Vestmannaeyjum aldrei leikið með meistaraflokki ÍBV. Það er landsliðsmaðurinn Friðrik Erlendur Stefánsson, sem gekk upp í gegnum alla yngri fl okka Týs í körfuboltanum en fl utti sig svo yfi r í KR, og spilaðim.a. með KFÍ og Þór frá Akureyri áður en hann fl utti sig til Njarðvíkur. Þar hefur Friðrik slegið í gegn, var m.a. valinn besti körfuboltamaður Íslands tímabilið 2005 til 2006 auk þess að vera fyrirliði Njarðvíkur. Þá hefur Friðrik leikið 103 landsleiki og er fyrir löngu orðinn lykilmaður íslenska landsliðsins. Og hann kemur frá körfuboltaparadísinni Vestmannaeyjum.
Miklar breytingar hjá Njarðvík
Friðrik tók vel í það að koma í smá spjall, en tímabilið í ár hefur byrjað talsvertöðruvísi en oft áður en Friðrik var veikur fyrir hjartanu þegar tímabilið hófst. Hannsegir þetta ekki há sér mikið í dag. Þetta er samt voðalega misjafnt, suma dagana er ég góður en aðra ekki. Svo er ég líka á lyfjum til að halda hjartslættinum niðri sem er ekkert mjög þægilegt. En maður reynir bara að gleyma sér í leiknum og hafa gaman af því að spila körfubolta.
Reyndar er ég þannig gerður að mér finnst ekkert gaman að þessu nema ég sé að vinna,"segir Friðrik og blaðamaður kannast við keppnisskapið. Hvað með tímabilið sem nú er að hefjast, ekki gengið nógu vel hjá Njarðvík, hvað er að? Við erum bara að slípast til í upphafi móts. Það urðu miklar breytingar á Njarðvík frá síðasta vetri, m.a. nýr þjálfari Teitur Örlygsson og nýir leikstjórnendur. Þannig að hlutverkaskiptin eru ekki alveg komin á hreint hjá okkur enn. En það góða við körfuna er að þó menn séu ekki alveg á toppnum í byrjun þá er alltaf hægt að bæta það upp í úrslitakeppninni." Þannig að þið stefni á toppinn á réttum tíma? Njarðvík á eftir að ganga betur þegar líður á veturinn. Kröfurnar hér í bænum eru stundum ótrúlega miklar, ekkert ósvipaðheima í Eyjum þar sem það á bara að vinna allt sem hægt er að vinna, hvernig sem farið er að því. Þannig að það segir sig nokkuð sjálft að við setjum stefnuna bara í eina átt og það er á toppinn."
Byrjaði með mörgum snillingum
En hvernig var að æfa körfubolta í Vestmannaeyjum þegar karfan var að byrja aftur? Við byrjuðum að mæta með ÍV old boys inni í Þórsheimili með Almar Hjarðar, sem var minn fyrsti þjálfari. Hann reyndi m.a. að kenna manni að taka Jabbar skotið, eins og Jói Bald og Siggi Gúmm voru frægir fyrir en það gekk ekki hjá Almari. Svo seinna fór okkur að fjölga þannig að Týsheimilið var næsta stopp. Við héldum samt áfram nokkrir að æfa með old boys og má segja að þar lærði maður að dæma helst ekkert á æfi ngum," segir Friðrik og hlær. Þarna voru kappar eins og Tommi Páls sem voru að rúllaöllum upp, eða þannig er það alla vega í minningunni. Svo voru fl eiri góðir kappar þarna eins og góðvinur minn Smári Baby Barkley" Harðar. Hann horfði aðeins of mikið á Charles Barkley og hamraði alla niður sem komu nálægt honum inni í teignum. Við vorum líka með söngvarann Val í Buttercup, Heimi og Jóa risa sem voru alveg þrælgóðir en því miður var ekkert meistarafl okkslið fyrir þá á þessum tíma." Og þrátt fyrir að vera ungir að árum stofnuðu strákarnir körfuknattleiksdeildTýs. Okkar fyrsti þjálfari var Víðir Óskarsson, heimilislæknir og oft kallaður húsmóðirin. Víðir reyndist okkur strákunum alveg ómetanlegur enda held ég að varla hefði nokkur annar maður geta tekið bullinu sem við vorum með. Til dæmis átti Viðar Huginsson til með að gera allan fjandann á æfi ngum sem átti lítið skylt við körfubolta. Svo voru fl eiri gaurar þarna og ég held að ef ég væri að þjálfa svonahóp yrði ég fl jótt brjálaður," segir Frikki.
Grínið snerist við
Og þessi körfuboltaáhugi vakti talsverða athygli á sínum tíma en á lokahófi Njarðvíkur rifjaði Sveinn Waage, grínisti og gamall vinnufélagi upp gamla tíma. Hann talaði um að menn hefðu alltaf verið að gera grín að þessum slána sem væri alltaf að leika sér í körfubolta í Barnaskólanum. Hann hélt áfram að þylja upp grínið en endaði með því að segja að grínið hefði snúist upp á þá. Því í dag er þessi sláni sem var að leika sér í körfu, og við gerðum óspart grín að, fyrirliði Íslandsmeistaranna og besti leikmaður landsins," sagði Eyjamaðurinn Sveinn og átti þar við um Friðrik.
Sterkur kjarni í körfunni
Friðrik byrjaði að æfa markvisst í körfubolta á fi mmtánda ári en hann hafði komið víða við í íþróttum eins og svo algengt er. Hann prófaði handbolta, fótbolta og frjálsar íþróttir en af hverju varðkörfuboltinn fyrir valinu á sínum tíma? Nú þið voruð svo ótrúlega skemmtilegir,"segir Frikki og hlær. En ég lýg þvíekkert, þetta var sterkur kjarni, við tveir, Gísli Gunnar Geirsson, Viðar Huginsson, Ólafur Ari Jónsson, Örn Eyfjörð, Sigurjón Lýðsson og fl eiri. Þvílíkur hópur af snillingum," segir Frikki og blaðamaður getur ekki annað en tekið undir það. Það er reyndar leiðinlegt að enginn skuli vera enn að af þessum hópi, ég held að ég sé síðasti geirfuglinn," segir Frikki en þegar hugsaðer út í það að einn af þessum hópi skuli vera fyrirliði Íslandsmeistaranna og kosinn besti körfuknattleiksmaður landsins, þá er ekki hægt annað en að halda því fram að starfi ð á upphafsárum núverandi körfuboltafélags í Vestmannaeyjum hafi skilað árangri. Já, já ég get alveg tekið undir það. Þetta er eitthvað sem maður varla lét sig dreyma um þegar við vorum að spila körfubolta á Höfðaveginum á sínum tíma." 17 ára gamall fór Friðrik frá Eyjum og í KR þar sem gömul körfuknattleikskempa, Axel Nikulásson tók hann undir sinn verndarvæng. En var ekkert erfi tt að fara svo ungur frá Eyjum til að spila körfubolta sem þú varla kunnir? Jú það var það. En ætli það hafi ekki verið erfiðara fyrir mömmu því ég held hún gráti það enn hvað ég hafi farið snemma að heiman. Þetta var mikill skóli fyrir mig því í mínum huga var ég frábær í körfubolta þegar ég fór frá Eyjum en mér var snögglega kippt niður á jörðina. Lazlo Nemeth var þjálfari í KR á þessum tíma og maður var að æfa frá morgni til kvölds, og fór í skólann þess á milli." Næst lá leiðin vestur á Ísafjörð þar sem Friðrik var í tvö tímabil. Þetta var frábær tími fyrir vestan og mikill uppgangur í körfunni þar. En mér fannst ég vera að staðna fyrir vestan því félagarnir í landsliðinu voru að taka meiri framförum en ég og því vildi ég komast í betra umhverfi og Verða Betri í Íþróttini. Það fann ég í Njarðvík enda líkar mér mjög vel hérna." Það hefur ekkert verið erfi tt fyrir þig, peyja frá Eyjum að æfa með stjörnum körfuboltans eins og Teiti Örlygssyni, nafna þínum Rúnarssyni og fl eiri köppum? Þetta eru allt bara kappar eins og ég og þú. Menn sem voru auðvitað með mismikla reynslu en allt eru þetta toppnáungar. Ekki skemmir að þeir eru nokkrir með Eyjablóð, Frikki Rúnars og Frikki Ragg, Raggi Ragg, Logi og Ægir Gunnarsynir og ÍR-ingurinn Sveinbjörn Claessen. Allir segjast þeir vera með Eyjablóð í æðum." En Friðrik hefur farið víðar en í KR, Njarðvík og KFÍ. Um tíma lék hann með Þór frá Akureyri og reyndi fyrir sér í Finnlandi sem atvinnumaður. En sú dvöl var ekki langvinn þar sem honum líkaði ekki dvölin í Finnlandi og ekki var staðið við samninga.
Þeir ná langt sem æfa mikið
En hvað heldurðu að þú tórir lengi í körfunni? Það er aldrei að vita. Svo lengi sem ég hef gaman af þessu og get hjálpað liðinu þá held ég áfram. Það er farið að síga aðeins í með þetta hjarta vesen og bara tímaleysi. Það vita það fl estir að því eldri sem maður verður því meira þarf maður að æfa. Ég hef alltaf litið mikið upp til íþróttamanna sem æfa aukalega t.d lyftingar og tækniæfi ngar. Þeir ná alltaf árangri og ungir strákar ættu að hafa það í huga." Friðrik segist fylgjast vel með þróun mála í körfunni í Eyjum. Hann hefur sterka skoðun á því hvað þurfi að gerast til að ýta körfunni yfi r þröskuldinn í Vestmannaeyjum sem stærstu vetraríþrótt Eyjanna. Það þarf að byrja á því að laga gamla íþróttasalinn. Þar þyrfti að koma upp topp körfuboltasal með parketti og nýjum körf-um. Ég held að það sé allt í lagi að henda smá pening í körfuboltann enda hefur hann aldrei fengið neitt og uppgangurinn hefur verið mikill. Það væri líka ekkert verra að laga körfuboltavellina í kringum skólana og gera þá almennilega. Eða er kannski bara betra að hafa krakkana liggjandi fyrir framan sjónvarpið, étandi snakk og drekkandi kók? Svo þarf auðvitað að tryggja að Bjössi haldi áfram að skila þessu frábæra starfi sem hann hefur unnið þarna heima." Þín ráð til ungra leikmanna?
Að æfa eins og skepnur, skjóta og drippla, spila með félögunum og ekki halda að þó að þú sért góður í körfubolta þá snúist heimurinn í kringum þig. Það var lexía sem ég þurfti að læra fl jótt." En gæti þetta þýtt að Frikki snúi aftur heim í heimahagana og endi ferilinn þar sem hann hófst?
Maður á aldrei að segja aldrei en okkur líður mjög vel hérna í Njarðvík. Þetta snýst auðvitað alltaf um að hafa vinnu. Þeir sem eru með vinnu líður vel hvar sem þeir eru en varðandi framtíðina þá bera fæst orð minnstu ábyrgðina. En ég er og verð alltaf Eyjamaður þó svo að Ísfi rðingar og Njarðvíkingar vilji eiga eitthvað í manni," sagði Friðrik að lokum.
Viðtal JI fyrir ársrit kf. ÍBV des 2007.
Um bloggið
IBV KARFA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.