19.2.2008 | 10:54
Minnibolti: 3 sigrar af 4 - frábær árangur!
Um helgina lék í minniboltinn á heimavelli sem var kærkomið eftir mörg ferðalög í vetur. Þeir unnu mjög góðan sigur á laugardag á Þór frá Þorlákshöfn 60-17. Liðið tapaði svo í miklum baráttuleik fyrir sprækum Grindvíkingum 43-48. Hefði sigurinn getað endað hvorum megin en gestirnir voru grimmari í seinni hálfleik, hittu líka betur úr skotunum og uppskáru sanngjarnan sigur. Stigaskor ÍBV á móti Þór Þorl: Siggi 13, Aron 12, Haffi 10, Kristberg 8, Valli 7, Devon 6, Ársæll 2 og Kristján 2. - Sölvi, Guðjón og Tindur skoruðu ekki að þessu sinni en stóðu sig vel. Stigaskor ÍBV á móti Grindavík: Aron 23, Siggi 8, Valli 7, Devon 4 og Haffi 1. - Kristberg, Sölvi, Ársæll, Tindur, Guðjón og Kristján skoruðu ekki að þessu sinni. Viktoría var í hópnum en kom ekki við sögu. Minniboltinn spilaði 2 leiki í gær á heimavelli í A riðli og unnu báða leikina mjög verðskuldað. Tryggði liðið sér þátttökurétt í úrslitakeppninni en þetta er fyrsti flokkurinn á vegum ÍBV í körfubolta sem nær þessum frábæra áfanga! - Fyrsti leikur dagsins var á móti efnilegu og sterku liði KR og vannst leikurinn 47-43. Stigaskor ÍBV í leiknum: Aron 18, Valli 17, Devon 6, Kristberg 4 og Siggi 2. Aðrir leikmenn skoruðu ekki í leiknum. Seinni leikur sunnudagsins og jafnframt síðasti leikur var við Stjörnuna. Með sigri í þessum leik gat liðið tryggt sér 2.sætið í riðlinum. Endaði leikurinn 52-39 fyrir ÍBV og var sigurinn aldrei í hættu. Spiluðu allir vel í leiknum og var stemmningin góð í herbúðum okkar. Voru allir duglegir og börðust allan tímann. Vildu gestirnir meina að um heimadómgæslu hafi verið að ræða, alveg óskiljanlegt. Villurnar skiptust þannig að ÍBV fengu 10 en Stjarnan 12 villur!Stigaskor ÍBV í leiknum: Aron 25, Siggi 8, Kristberg 7, Ársæll 6, Valli 4 og Kristján 2. Aðrir skoruðu ekki í leiknum. Lokastaðan: 1.UMFG - 2.ÍBV - 3.KR - 4.Stjarnan - 5.Þór Þorl.
8.flokkur fór á road trip um helgina, vegna frestaðra leikja. Þeir unnu einn leik og töpuðu 3, nánari um það síðar.
Um bloggið
IBV KARFA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.