28.11.2007 | 15:03
Menn að meiri.
Vegna þeirrar umfjöllunar sem hér er að neðan og barst víðar um netheima þá viljum við vísa í þessa afskökunarbeiðni sem ÍBV hefur borist. Þarna sýna þeir félagar okkar hjá ÍR að þeir eru menn til að viðurkenna mistökin og eru menn að meiri fyrir vikið.
28. nóvember 2007 |
Afsökunarbeiðni frá ÍR-ingum. |
Okkur er bæði ljúft og skylt að birta þetta bréf frá ÍR ingum og tökum að sjálfsögðu þessa beiðni til greina, með von um það að öll okkar samskipti verði góð eins og þau hafa reyndar verið, ef þetta eina atvik er undanskilið. Með körfuboltakveðju. Kæri Björn, aðrir forráðamenn körfuknattleiksdeildar ÍBV og iðkendur körfubolta í 9.flokki drengja. Vegna atviks sem átti sér stað síðastliðna helgi þar sem láðist að tilkynna um forföll okkar ÍR-inga vegna bikarleiks sem átti að spilast laugardaginn 24.nóvember viljum við biðjast afsökunar á þeim mistökum sem áttu sér stað vegna málsins. Okkur er ljóst að framferði okkar er ekki til eftirbreytni en þar sem um mannleg mistök var um að ræða er það von okkar að þið takið afsökunarbeiðni okkar til greina. Sérstaklega viljum við taka fram að við hörmum háttsemi okkar, þ.e. að tilkynna ekki forföll í leikinn, enda kemur hún mest niður á iðkendum flokksins sem hafa vafalaust hlakkað til að fá að spila á sínum heimavelli. Vegna þessa máls munum við þjálfarar sem og aðrir sem koma að starfsemi körfudeildar ÍR læra af reynslunni og munu mistök sem þessi ekki endurtaka sig. Með von um gott gengi í bikarkeppninni sem og á öðrum vígstöðum. Með kveðju, f.h. körfuknattleiksdeildar ÍR, Elvar Guðmundsson og Sveinbjörn Claessen, þjálfarar 8.flokks drengja ÍR. |
Um bloggið
IBV KARFA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.