5.11.2007 | 21:42
8.flokkur heldur sínu striki
8.flokkur gerði ágæta ferð um helgina. Erum við á góðum stað eins og síðast í b riðli. Unnu þau 2 leiki en töpuðu 2. Eini möguleikinn fyrir þennan flokk til að komast í A riðil einhvern daginn er ósköp einfalt að mati þjálfarans en það er að æfa betur. Á meðan aðrir flokkar eru að mæta mjög vel á allar æfingar að þá er 8.flokkurinn ekki búinn að vera nærri eins duglegur eins og t.d.Minnibolti yngri + eldri og 10.flokkur en þessir flokkar æfa mjög vel enda er árangurinn líka eftir því.
Þrátt fyir þetta erum við samt sem áður í fínum málum í b riðli sem er bara nokkuð gott. Unnum Blikana og Hauka og var Blikaleikurinn mjög jafn og spennandi og var mikil dramatík í lokin. ÍR og Grindavík voru í sérflokki enda með hávaxna peyja innanborðs og voru þeir leikir erfiðir en ef leikmenn hefðu vandað sig betur í sendingum og skotvali og með smá heppni hefði allt getað gerst. Stóðu allir sig misvel í leikjunum en sá sem var hvað mest áberandi um helgina og þá sérstaklega í sóknarleiknum var Tómas Orri Tómasson. Árni Óðinsson barðist eins og ljón, reif mörg fráköst af andstæðingnum og setti Árni sterki líka persónulegt stigamet. Jón Friðjónsson var duglegur og skoraði nokkrar fallegar körfur og einnig spilaði Jóhann Ingi Norðfjörð hörku vörn alla helgina og gafst aldrei upp. Jón Þór Guðjónsson bjargaði okkur í leiknum á móti Breiðablik þegar hann varði skot undir körfunni í blálokin sem tryggði okkur sætan sigur. Náðu allir að skora um helgina og er það mjög jákvætt.
Mynd: Tómas Orri stóð sig ágætlega um helgina.
ÍBV - Breiðablik 38-37
ÍBV - Grindavík 40-47
ÍBV - ÍR 17-35
ÍBV - Haukar 31-27
Stigaskor ÍBV:
Tómas Orri 46
Árni 16
Gísli Rúnar 15
Nonni 11
Sindri Freyr 10
Halldór Páll 8
Jóhann Ingi 6
Jón Þór 6
Jón Viðar 4
Sigrún 2
Sigurður Grétar 2
Um bloggið
IBV KARFA
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 626
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.