Minniboltapeyjarnir fóru upp í A-riðil.

Peyjarnir í minnibolta eldri stóðu uppi sem sigurvegarar eftir þessa helgi í Njarðvík og koma til með að spila í A - riðli í næstu umferð. Leikirnir sigruðust allir með miklum yfirburðum og greinilegt að peyjarnir mættu tilbúnir til leiks. Lokatölur í leikjunum í dag voru eftirfarandi:
 
ÍBV - Breiðablik        77 - 18
ÍBV - Valur              90 - 8

Þá er Körfuknattleiksfélag ÍBV komið með tvo árganga í keppni meðal 5 bestu körfuboltaliða landsins í sínum aldursflokki. Sannarlega glæsilegur árangur og ástæða til að óska bæði þjálfaranum og peyjunum til hamingju með sigurinn. Hlökkum til að fylgjast með framhaldinu í vetur bæði hjá þessum peyjum og öðrum aldursflokkum.

Áfram ÍBV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl(ir)

Ég var að velta fyrir mér tilgangi síðunnar. Þær fréttir sem hingað til hafa verið settar inn eru þær sömu og á opinberri heimasíðu ÍBV. Ef þetta á að vera stuðningsmannasíða mæli ég með því að umsjónarmaður komi með eitthvað krassandi eins og viðtöl við leikmenn, jafnt úr mfl. og yngri flokkum, og jafnvel gamla félagsmenn. Einnig mætti setja inn einhvers konar skoðanakannanir eða aðra umfjöllun um leiki ef hægt er að koma því við. A.m.k. virðist umsjónarmaður hafa tíma og metnað til þess að halda þessari síðu úti og því spurning um að taka þetta skrefinu lengra.

Orð mín má ekki misskilja á þann veg að ég virði ekki viljann fyrir verkið en í sannleika sagt sé ég ekki tilgang í því að koma inn á síðuna ef hér er ekkert nýtt reglulega og hvað þá eingöngu fréttir sem hafa birst annars staðar.

Með von um eitthvað meira krassandi.

Kveðja,

Arnsteinn

Arnsteinn (IP-tala skráð) 29.10.2007 kl. 21:13

2 Smámynd: Pálmi Freyr Óskarsson

Arnsteinn! Ætli tilgangurinn með þessari síðu sé ekki það að það séð hægt að skoða færslur af http://ibv.is/karfa eyjar.net og sudurland.is/eyjafrettir  til langs tíma? Þar sem þessir vefir bjóða ekki upp á fréttasafn eða dagatal eða einhvað álíka til þess að finna meira enn vikugamla fréttir, eða þá eftir meira enn 10 færslur. Enn þá hverfur fréttin af síðunum.

Á http://ibv.is/karfa  eru 3 nýjustu fréttafærslurnar með texta. Svo eru næstu 12 færslur með fyrirsagnir. Eftir það hverfa þau af síðunni.

Ég er hjartanlega sammála þér að stofnandi síðurnar mætti setja einhvað meira enn stolið efnið á síðuna. Enn hvað með eyjar.net og eyjafrettir.is? Enn flestar fréttir af köfuboltanum hjá okkur í Eyjum eru teknar orðrétt úr http://ibv.is/karfa (Reyndar er þannig komið með fjölmiðla í dag að maður veit ekkert um uppruna frétta orðið). Enn ég vil samt hrósa þeim Eyjafjölmiðlum að segja allavega frá körfuboltanum.

Júlli og Sæþór fá einn stóran koss frá mér fyrir framlag sitt.

Hugmyndirnar þínar sem þú telur upp Arnsteinn eru á áætlun á http://ibv.is/karfa . Enn þar sem síðan er ekki sú besta (eða tæknilegsta/notendavænlegasta) sem til er. Þá hefur það reynst afar torveld að koma þessu inn á síðuna (þ.a.s. við hliðina á fréttunum).

Ég ætla óska stofnanda síðurnar til hamingju með síðuna (ath. ég er ekki stofnandi þesarar síðu. Enn ég á samt síðu á blog.is sem ég ætlaði að gera sama hlut og hér. Enn fékk svo að sjá um http://ibv.is/karfa að hluta til. Og körfuboltasíðan mín á blog.is hefur setji á hakanum síðan).

Kveðja

Pálmi Freyr Óskarsson, 30.10.2007 kl. 01:12

3 Smámynd: ÍBV KARFA ..

Kæru félagar, þessi síða var sett upp af meðlimum í stjórn Körfuboltafélags ÍBV. Ástæðan  er í raun ofureinföld. Fyrst of fremst að vekja athygli á starfi körfuboltans í eyjum og heimasíðu félagsins. Það er bara miklu meira áreiti í gegnum þennan kanal, og þess vegna er þetta gert. Það er rétt hjá Pálma að heimasíða félagsins mætti vera tæknilega betri, og aldrei að vita nema menn geri einhverja bragabót á því.

ÍBV KARFA .., 30.10.2007 kl. 13:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

IBV KARFA

Höfundur

ÍBV KARFA ..
ÍBV KARFA ..

http://ibv.is/

 http://ibvkarfa.net

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IBV
  • ...0497_494056
  • IMG_0497
  • 10.flokkur
  • Flottir

Nýjustu myndböndin

Hverjir eru bestir...?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 626

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband