ÍBV mætir nýju íþóttafélagi í bikarnum,kl 12,30, á laugardag.

ÍBV leikur við Stál-Úlfa sem er nýtt íþóttafélag, Laugardaginn 30. okt. 2010 kl.12:30 í  Íþróttamiðstöðinni.  Leikurinn er  í forkeppni í Powerradebikar karla í körfuknattleik. 

STÁL ÚLFUR ENDANLEG ÚTGÁFA 31,05,2010Nýtt íþróttafélag hefur verið stofnað innan UMSK og hefur það aðsetur í Kópavogi      
Íþróttafélagið Stál úlfur var stofnað í byrjun árs af nokkrum þekktum litháískum íþróttamönnum sem búa hér á landi. Hefur það aðstöðu í Kórnum í Kópavogi.

Meðal stofnenda eru handboltamennirnir Ramune Pekarskyte (Haukum), Kristina Kvedariene (FH), Romualdas Gecas (HK).

Tilgangur íþróttafélagsins er iðkun íþrótta og að efla áhuga almennings á gildi íþrótta og heilbrigðra lífshátta. Auk þess hefur félagið þann tilgang að aðstoða innflytjendur við aðlögun að íslensku samfélagi með því að stuðla að virkum samskiptum milli Íslendinga og innflytjenda í gegnum íþróttir.

„Vegna allra þessara neikvæðu frétta í blöðunum þá er þetta eitthvað sem við viljum að sjálfsögðu að bæti ímynd innflytjenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu.

Tilurð félagsins má rekja til þátttöku körfuboltaliðsins Lituanica í 2. deild karla síðasta haust. Körfuknattleikssamband Íslands setti það sem skilyrði að stofnað yrði íþróttafélag í kringum liðið og þá fór boltinn að rúlla.

„Í dag erum við með meistaraflokka karla í körfubolta og fótbolta og við eigum von á að fleiri íþróttir bætist í flóru félagsins í framtiðinni. Svo viljum við hvetja sem flesta til að kikja við hjá okkur, sérstaklega fólk af erlendum uppruna, sem býr hér og vill stunda íþróttir.Við vonum að íþróttafélagið Stál úlfur verði góður vettvangur fyrir alla með öfluga starfsemi og ýmsa viðburði.“


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

IBV KARFA

Höfundur

ÍBV KARFA ..
ÍBV KARFA ..

http://ibv.is/

 http://ibvkarfa.net

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IBV
  • ...0497_494056
  • IMG_0497
  • 10.flokkur
  • Flottir

Nýjustu myndböndin

Hverjir eru bestir...?

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband